17.7.2012 17:53:00
Starf ráðstefnutúlka og kröfur til þeirra
- opinn fundur 25. janúar 2012
Bandalag þýðenda og túlka á Íslandi og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur standa fyrir opnum fundi með Kunteel Barua sem er túlkur við Evrópusambandið og hefur komið að námi fyrir ráðstefnutúlka við H.Í. sem ráðgjafi. Kunteel Barua heldur erindi þar sem hann mun tala um starf túlka við Evrópusambandið, reynslu sína sem túlkur og þær kröfur sem gerðar eru um menntun túlka. Nám í ráðstefnutúlkun við Háskóla Íslands hófst haustið 2011.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar og hefst kl. 13:30 í stofu 106 að Neshaga 16. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Þeir sem starfa við þýðingar og túlkun hér á landi og þeir sem hafa hug á slíku starfi eru hvattir til að koma og hitta Kunteel Barua og fræðast um störf atvinnutúlka.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|