13.6.2012 20:26:00
Frá Biblíunni til Harrys Potter

Þýðingahlaðborð laugardaginn 24. nóvember

Bandalag þýðenda og túlka heldur sitt árlega Þýðingahlaðborð laugardaginn 24. nóvember nk. en tilgangurinn með því er auðvitað að vekja athygli á áhugaverðum þýðingum í jólabókaflóðinu og kynna störf þýðenda. Þýðendur og ritstjórar spjalla um vandamál sem upp komu við þýðingarvinnuna og lesið verðum úr þýðingum.

Að þessu sinni talar Bjarni Jónsson um þýðingu sína á Krabbagangi eftir Gunter Grass, Ísak Harðarson um Í landi karlmanna eftir Hisham Matar, Sigrún Árnadóttir um Kæri Gabríel eftir Halfdan W. Freihow og þá kemur Þorgerður Agla Magnúsdóttir ritstjóri hjá Bjarti og spjallar um vinnuna við að koma Harry Potter til íslenskra aðdáenda á mettíma. Rúsínan í pylsuendanum er svo Hjalti Rögnvaldsson leikari sem ætlar að lesa vel valda kafla úr nýju Biblíuþýðingunni. Kynnir verður Margrét Pálsdóttir.

Þýðingahlaðborðið verður sett upp í kaffihúsi Saltfélagsins Grandagarði 2 og hefst kl. 15 á laugardaginn.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]