15.4.2016 14:12:00
Rýnt til gagns og gamans

Málþing um þýðingarýni laugardaginn 16. apríl kl. 10-16 í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Á hverju ári halda þýðingafræðinemendur málþing þar sem þeir rýna í nýjar og gamlar þýðingar og skoða nálgun og handbragð annarra þýðenda. Þýðingarnar sem rýnt er í koma úr mörgum áttum og margir af okkur þekktustu þýðendum hafa fært verkin inn í íslenska menningu. Áheyrendum gefst kostur á að bera fram spurningar á eftir hverju erindi og oft hafa skapast fjörugar umræður á málþingum af þessu tagi. Aðgangur er öllum heimill og þýðendur verkanna sem eru til umfjöllunar eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Dagskrá er svohljóðandi:

10.30-11.00 Jóna Björk Jónsdóttir:
Ævintýri leynilögreglumannsins Sherlock Holmes

Tvær sögur eftir Arthur Conan Doyle í þýðingu Helga Sæmundssonar og Jóns Sigurðssonar.

11.00-11.30 Hanna Kristín Steindórsdóttir:
Lazarus frá Tormes – hugleysingi, skálkur, eilíft grey og andans rola

Hvernig er spænskur texti frá sextándu öld reiddur fram fyrir tuttugustu aldar samfélag norður í hafi? Höfundur óþekktur – rýnt verður í þýðingu Guðbergs Bergssonar frá 1972.

11.30-12.00 Andri Páll Guðmundsson:
„Pú-tí-vít“

Rýnt í Sláturhús 5 eftir Kurt Vonnegut í þýðingu Sveinbjörns I. Baldvinssonar.

12.00-12.30 Klara Kristjánsdóttir:
Kínversk frásagnarlist

Þýðing Hjörleifs Sveinbjörnssonar á hluta 16. aldar skáldsögunnar Vesturferðin eftir höfundinn Wu Chengen.


12.30-13.30 Hádegishlé

13.30-14.00 Sigurður Örn Guðbjörnsson:
„Því allir myrða yndi sitt“

Rýnt í þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar og Páls Bjarnasonar á „The Ballad of Reading Gaol“ eftir Oscar Wilde.
   
14.00-14.30 Ásdís Ólafsdóttir:
Litli prinsinn

Rýnt í þýðingu Þórarins Björnssonar á skáldsögu Antoine de Saint-Exupéry Le Petit Prince.

14.30-15.00 Olav Davidsson:
Nítjánhundruð áttatíu og fjögur

Samanburður á frumtexta Orwells, íslenskri þýðingu Hersteins Pálssonar & Thorolfs Smith frá 1951 og þýðingu Þórdísar Bachmann frá 2015.

15.00-15.30 Unnur Bjarnadóttir:
Japan utan Japans

Blómin í ánni. Saga frá Hiroshima eftir Editu Morris í þýðingu Þórarins Guðnasonar.

15.30-16.00 Súsanna Svavarsdóttir:
Að svíkja höfundinn

Brottfellingar, flatsýni, og smálegar „lagfæringar“ á persónum Tennessee Williams í þýðingum á Sporvagninn Girnd.

Að loknu málþingi verður boðið upp á léttar veitingar.






Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]