21.7.2014 14:35:00
Til félagsmanna
Nú geta félagsmenn greitt árgjald Bandalags þýðenda og túlka í heimabankanum en margir hafa óskað eftir því sér til hagræðis. Árgjaldið fyrir 2014 er kr. 5000 og við það bætist 315 kr. tilkynningargjald, en engir dráttarvextir verða reiknaðir. Þeir sem skulda eldri árgjöld eru beðnir um að hafa samband við gjaldkera (thot (hjá) thot.is eða petrinarose (hjá) gmail.com) til að semja um þau eða greiða beint á reikning félagsins, bankareikningur 0137–26–003585, kt. 441104-4210. Þeir sem ekki sjá kröfuna í heimabankanum sínum eru einnig beðnir um að hafa samband til að hægt sé að leiðrétta það.
Þeir félagsmenn sem hafa skipt um netfang og fá því ekki tilkynningar frá bandalaginu eru sömuleiðis beðnir um að senda nýtt netfang til thot (hjá) thot.is og einnig þeir sem óska eftir uppfærslu eða breytingu á skráningu í félagaskrá.
Með góðri kveðju,
stjórn Bandalags þýðenda og túlka.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|