21.2.2014 15:03:00
Bragtaka og brageyra

Frá Íslenska esperantosambandinu:

Klukkan átta næstkomandi mánudagskvöld, 24. febrúar, heldur doktor Haukur Þorgeirsson fyrirlestur um bragtöku barna og unglinga í húsnæði Íslenska esperantosambandsins á Skólavörðustíg 6b (hinni fornu Breiðfirðingabúð).

Megináhersla verður á eftirfarandi: „Getum við lært að yrkja rétt samkvæmt hefðbundnum bragreglum með því að hlusta á kveðskap og fara með kvæði? Eða þurfa beinharðar leiðbeiningar alltaf að koma til? Er erfiðara að læra stuðlasetningu en rím eða hrynjandi? Hvers vegna? Var þetta allt öðruvísi á fyrri tímum? Haukur veltir upp spurningum um bragtöku barna og stuðlasetningu fyrr og nú.“

Á eftir geta gestir keypt sér kaffi að hætti hússins á 500 krónur, borið fram spurningar og rætt málin.

Með kaffinu verður kleina og tveir eftirfarandi fyrripartar ásamt einni gátu:

Dagný, Petra, Drífa, Þöll,
Droplaug, Sigrún, Nanna.

Láki, Einar, Sverrir, Sveinn,
Sigmar, Grímur, Flóki.

         *   *   *
Sá var kominn úr Syrgisdölum,
í sögnum frægur með görpum slyngum,
draugur sem olli dauða og kvölum,
drepinn tvisvar af Húnvetningum.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]