17.7.2012 16:12:00
Sköpun og öpun í listum og þýðingum - Málstofa á Hugvísindaþingi

4.3.2010
Laugardaginn 6. mars kl. 13-14.30 í stofu 207 í HÍ

Mikið hefur verið rætt um nýsköpun og frumkvöðlastarf á undanförnum árum. Þessi málstofa mun ekki brjóta þau tískuyrði til mergjar heldur skoða sköpunarferlið sjálft frá nokkrum sjónarhornum, sjónarhornum ritlistar, myndlistar og þýðinga. Hugmyndir um frumleika og frumsköpun gagnstætt eftirsköpun og eftirlíkingu verða skoðaðar og náin tengsl frumleikahugtaksins, höfundarins og þjóðarhugmyndarinnar verða einnig til umfjöllunar. Sköpun og öpun eru kannski tengdari en ætla má við fyrstu sýn, enda vildi Aristóteles meina það í Skáldskaparlist sinni að „skáldskapurinn sé, almennt talað, af tveimur rótum runninn og báðum náttúrlegum. Því að eftirhermur eru manninum eðlilegar frá blautu barnsbeini, og menn eru frábrugðnir öðrum lífverum að því leyti að þeir hafa mesta hermihvöt og læra að því leyti fyrst í stað með því að líkja eftir, en hin rótin er sú að allir njóta eftirlíkinga“ (Þýð.: Kristján Árnason bls. 49).
 
Fundarstjóri: Gauti Kristmannsson, dósent, fyrrverandi formaður Bandalags þýðenda og túlka

    Rúnar Helgi Vignisson, formaður Bandalags þýðenda og túlka: Höfundurinn hefur orðið
    Auður A. Ólafsdóttir: Af krosstengslum fagurfræði og samfélags
    Gauti Kristmannsson: Sköpu og öpun eða fölsun að þjóðlegum hætti

Hér má sjá dagskrá Hugvísindaþings. (http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2010)



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]