20.2.2013 17:34:00
Mál og Movement á Alþjóðlega móðurmálsdeginum

Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17.30-18.30 verður Alþjóðlega móðurmálsdeginum fagnað í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, með fjölbreyttri dagskrá. Dagskráin er unnin í samstarfi við félagið Víðsýni. (Dagskrá til útprentunar, pdf 1.95mb, opnast í nýjum glugga)

Dagskrá:
  • Setning Alþjóðalega móðurmálsdagsins
  • Fimm ár með fjölmenningu í Borgarbókasafni
  • Kynning á Víðsýni, nýju fjölmenningarlegu félagi, sem opnar bráðlega Vision Media, nýjan fréttavef á mörgum tungumálum
  • Karaokesöngur á ýmsum tungumálum
  • Skemmtiatriði

Léttar veitingar í boði og allir hjartanlega velkomnir!

Vert er að vekja athygli á því að við höldum áfram að fagna Alþjóðlega móðurmálsdeginum í Gerðubergi laugardaginn 23. febrúar með yfirskriftinni Okkar mál. Kynnið ykkur dagskrána á vef Borgarbókasafnsins.





Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]