17.7.2012 17:00:00
Ásdís, Magnea, Margrét, Sigurður og Þórdís

- lesa úr þýðingum sínum í Gerðubergi dag, laugardag

Kæru félagar,
við minnum á Kellíngabækur í Gerðubergi klukkan eitt í dag, laugardag. Þar verður meðal annars lesið úr fimm þýðingum. Sá fyrsti les klukkan 13:20 og sá síðasti klukkan 16:00 (sjá hér að neðan). Nánari dagskrá má finna á vefsíðu Gerðubergs, www.gerduberg.is.

13:20 (salur B): Þórdís Gísladóttir les úr Sítrónum og saffran. Höfundur: Kajsa Ingemarsson.
13:40 (salur B): Magnea J. Matthíasdóttir les úr Myrkvun. Höfundur: Stephenie Meyer.
14:00 (salur A): Sigurður Karlsson les úr Hreinsun. Höfundur: Sofi Oksanen.
14:50 (salur A): Margrét Ísdal les úr bókinni Eyru Busters. Höfundur: Maria Ernestam.
16:00 (salur B): Ásdís Jóelsdóttir les úr Snið og sniðteikning fyrir herrafatnað. Höfundar: Inger Öberg og Hervor Ersman.

Við hvetjum félaga til að drífa sig í Breiðholtið og hlusta á góðan upplestur!

Með kveðju,
stjórnin



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]