17.7.2012 17:24:00
Stofnfundur samtaka íðorðafólks

Vegna góðra viðbragða við hugmyndum um stofnun samtaka íðorðafólks verður efnt til stofnfundar mánudaginn 14. mars 2011 að Neshaga 16, 4. hæð kl. 16. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabók Háskólans).

Vegna húsreglna háskólans þarf að læsa húsinu fljótlega eftir kl. 16. Þeir sem sjá fram á að verða seinir eru vinsamlegast beðnir um að láta vita svo að unnt verði að gera ráðstafanir til þess að hleypa fólki inn í húsið (Ágústa [email protected], s:  525 4440 , farsími:  615 0125 ; Sigrún [email protected], s:  525 4434 , farsími:  864 7575 ).

Fundarboðendur munu leggja fram tillögu að reglum fyrir félagið.

Fundarboðendur sem um leið er sjálfskipuð undirbúningsnefnd gera ekki ráð fyrir félagsgjöldum. Kjósa þarf félaginu stjórn á stofnfundi. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru beðnir um að gefa sig fram á fundinum.
 
Með vinsemd,
 
Sigrún Helgadóttir, formaður orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands og fulltrúi orðanefnda í Íslenskri málnefnd
Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður orðanefndar læknafélaganna
Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Sigurður Jónsson, varamaður fulltrúa orðanefnda í Íslenskri málnefnd



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]