17.7.2012 18:05:00
Aðalfundur ÞOT 16. maí
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 16. maí kl. 20.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, samþykkt reikninga og stjórnarkjör. Kjósa þarf tvo stjórnarmenn að þessu sinni. Haraldur Jóhannsson ritari og Gunnhildur Stefánsdóttir meðstjórnandi hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu svo ljóst er að nýtt fólk mun koma inn í stjórnina. Framboð í stjórn hafa borist og verða kynnt á fundinum.
Nokkur brögð hafa verið að því að félagsmenn hafi ekki sent stjórn tilkynningu um breytt netfang og því ekki fengið tölvupóst frá félaginu. Við biðjum menn að bæta sem fyrst úr því og einnig aðgæta hvort breyta þurfi upplýsingum um sig í félagaskránni á heimasíðu félagsins.
Að lokum minnum við félagsmenn á að greiða árgjaldið sem fyrst eða hafa samband við gjaldkera, petrinarose(hjá)gmail.com, ef þeir hafa einhverjar spurningar.
Sjáumst öll á aðalfundi!
Stjórnin
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|