13.6.2012 20:34:00
Dómnefnd tekin til starfa
Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í 4. sinn í vor
Íslensku þýðingaverðlaunin hafa þegar unnið sér sess í íslensku
bókmenntalífi. Þeim hefur verið tekið fagnandi enda hafði lengi verið
kallað eftir verðlaunum fyrir þýðingar. Verðlaunin verða afhent í fjórða
sinn á degi bókarinnar 23. apríl. Að þessu sinni verður staðið öðruvísi
að þeim með því að skipuð hefur verið þriggja manna dómnefnd sem velur
fimm bækur til tilnefningar og tilkynnir síðan um verðlaunabókina. Í
dómnefndinni eru valinkunnir lestrarhestar, þau Fríða Björk
Ingvarsdóttir, Árni Matthíasson og verðlaunahafi síðasta árs, Silja
Aðalsteinsdóttir, sem er formaður. Víst er að úr vöndu verður að ráða
því margar prýðilegar þýðingar litu dagsins ljós í fyrra.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|