17.7.2012 16:34:00
Art in Translation: Alþjóðleg ráðstefna um tungumál og listir

26.5.2010
- Haldin í Norræna húsinu 27. – 29. maí

Ráðstefnan Art in Translation verður haldin dagana 27. til 29. maí nk. og er þar boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá þar sem fram koma fræðimenn, myndlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn og margir fleiri til að fjalla um viðfangsefni sköpunar og lista.

Guðbergur Bergsson opnar ráðstefnuna með fyrirlestri, en einnig verður boðið upp á panela lista- og fræðimanna, sýningu á bókverkinu Fragments eftir Birnu Bjarnadóttur og fleiri í Norræna húsinu og sýningu kvikmyndarinnar Tales from Gimli Hospital eftir vestur-íslenska kvikmyndagerðarmanninn Guy Maddin en sýning á mynd Winnipeg, my Winnipeg var fjölsótt er hún var sýnd hér fyrir tveimur árum.

Boðið verður upp á panel um Ossíanskvæði með sérfræðingum á því sviði, listamennirnir Haraldur Jónsson, Jeannette Castioni og Karlotta Blöndal verða með athyglisvert framlag og finnsku lista- og fræðimennirnir Lea og Pekka Kantonen fjalla um listamanninn sem þýðanda. Einnig verða tónleikar með lögum Billie Holiday á norsku í flutningi þeirra Annjo K. Greenall and Vigleik Storaas.

Nánari upplýsingar er að finna undir slóðinni:
http://conference.inotherwords.is/art_in_translation.html



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]