29.9.2015 14:08:00
Dagur þýðenda - 30. september 2015
Miðvikudaginn 30. september fagnar Bandalag þýðenda og túlka alþjóðlegum degi þýðenda, Híerónýmusardeginum, með dagskrá í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan 16.30 og er öllum opin.
Í ár höfum við Íslendingar minnst þess með ýmsu móti að 100 ár eru liðin frá því að konur hlutu kosningarétt. Síðan þá hafa íslenskar konur látið til sín taka á ýmsum sviðum þjóðlífsins, jafnt við þýðingar sem annað, og dagskráin í ár er helguð þeim.
Þátttakendur í þýðendadagsgleði Bandalags þýðenda og túlka eru m.a. Jónína Margrét Guðnadóttir, sem segir okkur frá ævi og störfum Önnu Claessen la Cour, Jórunn Sigurðardóttir, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Erla E. Völudóttir, Catherine Eyjólfsson og Sólveig Hreiðarsdóttir. Þær fjalla um þýðingar frá ýmsum hliðum en einnig verða stuttir upplestrar úr nýjum og gömlum þýðingum kvenna.
Verið hjartanlega velkomin!
Hér er slóð á Facebook-viðburð þýðendadagsins:
https://www.facebook.com/events/1525748167716953/
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|