5.2.2014 00:42:00
Translating Icelandic Literature in the South

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16, mun Enrique Bernárdez, þýðandi og prófessor við Complutense-háskóla í Madríd, fjalla um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans, hvernig verk eru valin til þýðingar, hvernig þýðingum á íslenskum bókmenntaverkum er tekið af spænskumælandi gagnrýnendum og lesendum og hvaða helstu vandamál koma á borð útgefenda og þýðanda í þessu samhengi.

Enrique Bernárdez hefur ritað bækur og fræðigreinar um málvísindi og þýtt fjölda íslenskra skáldverka, bæði miðaldabókmenntir, t.d. Njálu, Eglu, Hrafnkötlu og hluta af Eddu, sem og verk nútíma- og samtímahöfunda, þ.m.t. Laxness, Sjón, Guðberg Bergsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Arnald Indriðason, Jón Kalman Stefánsson og Thor Vilhjálmsson.

Fyrirlesturinn, sem fer fram á ensku, er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og námsleiðar í spænsku við Háskóla Íslands.

Kynnir er Kristín Guðrún Jónsdóttir, lektor í spænsku.

Léttar veitingar í boði Rithöfundasambands Íslands og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur að fyrirlestri loknum.

Allir velkomnir.

Staður : Háskóli Íslands, Lögberg, stofa 101
Stund : Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]