18.6.2012 20:13:00
Aðalfundur þriðjudaginn 5. maí kl. 20:00

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, þriðjudaginn 5. maí nk. klukkan 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, samþykkt reikninga og umræður um starfið framundan. Í haust verður Bandalagið fimm ára og er stefnt að því að halda landsþing þýðenda og túlka í lok september af því tilefni.

Að fundi loknum verður spjallað saman yfir léttum veitingum.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Með bestu kveðjum

Stjórn Bandalags þýðenda og túlka.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]