13.6.2012 21:22:00
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka 3. maí kl. 16-19 í Þjóðmenningarhúsinu
26.4.2008
Hér með er boðað til aðalfundar Bandalags þýðenda og túlka þann 3. maí nk. kl. 16-19.
Aðalfundurinn verður að þessu sinni haldinn í Þjóðmenningarhúsi þar sem yfir stendur sýning á verkum Helga Hálfdanarsonar og er kjörið að nota tækifærið til að kíkja á sýninguna um leið. Einnig gefst kostur á að hlusta á nokkur Borgarbörn flytja brot úr þýðíngu Helga Hálfdanarsonar á leikriti Williams Shakespeares, Allt í misgripum.
Dagskráin er sem hér segir:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns og gjaldkera.
2. Önnur mál.
3. Borgarbörn sýna atriði úr leikritinu "Allt í misgripum".
Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og félagsmenn geta sameinast í ljúfu spjalli til kl. 19.
Borgarbörn og Shakespeare
Barna- og unglingaleikhúsið Borgarbörn hefur verið starfrækt við Borgarleikhúsið í tvö ár. Hópurinn frumflutti leikritið Allt í misgripum á degi bókarinnar sem jafnframt er afmælisdagur Halldórs Laxness og Williams Shakespeares. Sýningin var hluti af alþjóðlegu Shakespeare-leiklistarhátíðinni "Shakespeare 24"og var nokkurs konar heimshornaflakk þar sem sextíu og tveir hópar unglinga frá þrjátíu og fjórum löndum settu á svið verk höfundarins klukkan 19:00 að staðartíma. Frjálsar hendur voru við val á verki og uppsetningu. Eina skilyrðið var að fylgja eftir þýðingum á frumtexta. Nánari upplýsingar um hátíðina má lesa á vefnum www.ssf.uk.com/international/24.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|