13.6.2012 19:28:00
Styttist í að kosning hefjist

Nú styttist í að opnað verði fyrir kosningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Eins og kunnugt er hafa félagsmenn notið þeirrar ábyrgðar og ánægju að tilnefna verk til verðlaunanna. Þriggja manna dómnefnd tekur síðan við og velur úr tilnefndum verkum og forseti Íslands afhendir svo verðlaunin á Gljúfrasteini 23. apríl.

Meiningin er að kjósa í gegnum heimasíðuna að þessu sinni og verður opnað fyrir kosninguna um miðjan mánuðinn. Henni lýkur svo um mánaðamótin næstu.

Til þess að við náum til sem flestra félagsmanna viljum við benda þeim sem ekki hafa gefið upp netfang á að gera það sem fyrst. Hægt er að senda netföngin á formanninn ([email protected]) eða á netfang Bandalagsins ([email protected]). Þeir sem ekki eru rafrænt tengdir geta líka kosið bréfleiðis.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]