13.6.2012 22:00:00
Shakespeare á íslensku - Málþing um Macbeth

Þýðingasetur Háskóla Íslands býður til málþings um leikritið Macbeth í íslenkum þýðingum, en það var nýlega á fjölum Þjóðleikhússins. Fyrirlesarar eru meistaranemar við Háskóla Íslands og hafa þeir kafað ofan í vanda þýðinga, staðfærslna, leikgerða og sviðsetninga og fylgst með nýjustu uppsetningu á "skoska leikritinu" svokallaða.

Málþingið verður í st. 101 í Lögbergi frá kl. 10-15 með hléi. Allir áhugasamir eru velkomnir.

Fyrirlesarar eru:

Kl. 10-12
Guðrún Randalín Lárusdóttir: Gagnýni á Macbeth sýningar
Hallgrímur Þór Þórdísarson: Hvað er þjánn?
Hlín Agnarsdóttir: Macbeth á tungumál leiksviðsins- leiksýning sem þýðing
Jonas Bokelmann: Macbeth á þýsku. Þýðingar og valdar sýningar
Katrín Björk Baldvinsdóttir: Lafði Macbeth í þýðingum Helga Hálfdanarsonar og Sverris Hólmarssonar

Kl. 13-15
Ólafur B. Halldórsson: Málfar Matthíasar Jochumssonar á Macbeth
Salbjörg Jósepsdóttir: Frumtexti og leikgerð
Salka Guðmundsdóttir: Að þýða Macbeth yfir í nútímann
Salvör Aradóttir: Krókaleiðir þýðinga
Sigrún Tómasdóttir: Nornaþing




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]