13.6.2012 20:21:00
Rabbfundur um nýju Biblíuna
Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12 - 13 efnir Bandalag þýðenda og túlka til
rabbfundar um nýju Biblíuþýðinguna í safnaðarheimili Neskirkju. Á
fundinn mætir einvalalið til þess að ræða ýmsar hliðar á nýju
þýðingunni: Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur, Auður Ólafsdóttir
listfræðingur, málfræðingarnir Jón G. Friðjónsson og Jón Axel Harðarson,
og Sigurður Pálsson guðfræðingur. Þau munu öll halda stutta framsögu en
síðan verða óformlegar umræður sem vafalaust eiga eftir að verða
spennandi.
Í safnaðarheimilinu er hægt að fá sér snæðing svo enginn ætti að fara ómettur af þessum fundi.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|