13.6.2012 19:49:00
Þessi fimm koma til greina...
Jæja, þá hafa tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna verið birtar. Þau sem keppa um verðlaunin að þessu sinni eru bæði þekktir og lítt þekktir þýðendur: Kristian Guttesen er tilnefndur fyrir Brekkuna eftir Carl Frode Tiller, Fríða Björk Ingvarsdóttir er tilnefnd fyrir Dætur hússins eftir Michéle Roberts, Atli Magnússon fyrir Nostromo eftir Joseph Conrad, feðgarnir Ástráður og Eysteinn Þorvaldsson fyrir Umskiptin eftir Franz Kafka og Silja Aðalsteinsdóttir fyrir Wuthering Heights eftir Emily Brontë.
Þriggja manna dómnefnd, skipuð verðlaunahafa síðasta árs, Rúnari Helga Vignissyni, Gunnþórunni Guðmundsdóttur og Jórunni Sigurðardóttur, tekur nú við og kveður upp lokadóm um hvaða bók hlýtur verðlaunin.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir Íslensku þýðingaverðlaunin að venju á degi bókarinnar þ. 23. apríl nk. á Gljúfrasteini þar sem verðlaunin hafa verið afhent frá upphafi.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|