13.6.2012 21:27:00
Málþing um Sigurð A. Magnússon
Föstudaginn 2. maí kl. 16
Rithöfundasamband Íslands og Bandalag þýðenda og túlka efna til málþings um Sigurð A. Magnússon í tilefni af áttræðisafmæli hans fyrir skömmu og væntanlegs greinasafns hans sem Ormstunga gefur út.
Málþingið fer fram í Gunnarshúsi Rithöfundasambandsins á Dyngjuvegi 8 og hefst kl. 16 á föstudag 2. maí og boðið upp á léttar veitingar að loknum lestri og erindum.
Dagskrá verður sem hér segir:
Sigurður Pálsson: Samvinna og samtök rithöfunda
Soffía Auður Birgisdóttir: Hin ófeiga athöfn: kynning á nýju greinasafni Sigurðar A. Magnússonar
Hjalti Rögnvaldsson les valda kafla úr verkum Sigurðar
Ástráður Eysteinsson: Andartak í Dyflinni. Hádegissnarl með Joyce og SAM
Kristján Árnason: Góðvinur Grikklands
Léttar veitingar og spjall – allir velkomnir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|