20.4.2013 14:38:00
Íslensku þýðingaverðlaunin 2013

Bandalag þýðenda og túlka veitir Íslensku þýðingaverðlaunin 2013 við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini á Degi bókarinnar, þriðjudaginn 23. apríl kl. 16. Fimm þýðingar eru tilnefndar til verðlaunanna að þessu sinni:

Allt er ást eftir Kristian Lundberg í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, (útg. Bjartur); Ariasman eftir Tapio Koivukari í þýðingu Sigurðar Karlssonar, (útg. Uppheimar); Hjaltlandsljóð, tvímála útgáfa safns ljóða eftir samtímaskáld frá Hjaltlandseyjum í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, (útg. Dimma); Sá hlær best ...! sagði pabbi, eftir Gunnillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur, (útg. Mál og menning); Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, (útg. Bjartur).

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin. Athöfnin er öllum opin og verður boðið upp á léttar veitingar.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]