3.2.2017 17:47:00
Úrvalsþýðingar og þýðendur þeirra
Þriðjudagskvöldið 7. febrúar kl. 20 verða verk sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynnt í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík. Óvenjumargir þýðendur eru tilnefndir til verðlaunna í ár en verkin eru fimm:
- Fjársjóðseyjan eftir Robert Louis Stevenson, í þýðingu Árna Óskarssonar
- Ljóðasafnið Neyðarútgangur eftir Ewu Lipska, í þýðingu Olgu Holownia, Áslaugar Agnarsdóttur, Braga Ólafssonar, Magnúsar Sigurðssonar og Óskars Árna Óskarssonar
- Leikritið Óþelló eftir William Shakespeare, í þýðingu Hallgríms Helgasonar
- Ljóðasöfnin Uppljómanir og Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud, í þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar
- Skáldsagan Verndargripur eftir Roberto Bolaño, í þýðingu Ófeigs Sigurðssonar
Þýðendur tilnefndu verkanna kynna þau, spjalla við áheyrendur og svara spurningum um verkin og vinnu sína.
Frekari upplýsingar um tilnefndu verkin má finna hér: http://thot.is/v.asp?page=44&Article_ID=307
Viðburðurinn er einnig kynntur á Facebook: https://www.facebook.com/events/248010378975665/
Aðgangur er ókeypis og allir unnendur góðra bóka eru hjartanlega velkomnir.
Í ár verða Íslensku þýðingaverðlaunin afhent miðvikudaginn 15. febrúar.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|