13.6.2012 19:47:00
Síðustu forvöð að kjósa

Nú eru síðustu forvöð fyrir félagsmenn í Bandalagi þýðenda og túlka að senda inn atkvæði sitt í kosningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Við hvetjum félagsmenn eindregið til þess að láta sína skoðun í ljós og stuðla þannig að því að festa þetta fyrirkomulag í sessi. Laugardagurinn 31. mars er síðasti dagur kosningarinnar. Tilnefningar verða svo kynntar fljótlega.

Hver félagsmaður má kjósa einu sinni, einn þýðanda úr flokki þýddra fagurbókmennta sem gefnar voru út í fyrra. Hægt er að skoða lista yfir bækur sem þýddar voru í fyrra á slóðinni www.bokatidindi.is.


Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]