18.6.2012 21:37:00
Fimm þýðendur tilnefndir

Tilnefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2009

Þriðjudaginn 1. desember voru neðangreindir þýðendur tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2009. Í dómnefnd sátu Steinunn Inga Óttarsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson. Það er Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að verðlaununum í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Forseti Íslands veitir verðlaunin sjálf að Gljúfrasteini á degi bókarinnar.

Elísa Björg Þorsteinsdóttir
tilnefnd fyrir Málavexti eftir Kate Atkinson.

Guðbergur Bergsson
tilnefndur fyrir Öll dagsins glóð. Safn portúgalskra ljóða 1900-2008.

Kristján Árnason
tilnefndur fyrir Ummyndanir eftir Óvíd.

María Rán Guðjónsdóttir
tilnefnd fyrir Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones.

Sigurður Karlsson
tilnefndur fyrir Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]