18.6.2012 20:20:00
Formannsskipti í Bandalagi þýðenda og túlka
Á aðalfundi bandalagsins þriðjudaginn 5. maí urðu formannsskipti í félaginu. Gauti Kristmannsson, sem verið hafði formaður frá stofnun félagsins, lét af störfum og við tók Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi. Eru Gauta þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins síðastliðin fimm ár.
Frekari endurnýjun varð á stjórninni. Árný Guðmundsdóttir, sem gegnt hefur stöðu gjaldkera af mikilli samviskusemi, er farin af landi brott og eru henni einnig þökkuð vel unnin störf. Ný í stjórn eru Jóhann R. Kristjánsson og Petrína Rós Karlsdóttir og eru þau boðin velkomin til starfa. Fyrir voru þau Gunnhildur Stefánsdóttir, Guðrún Halla Tulinius, Haraldur Jóhannsson og Margrét Pálsdóttir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|