17.7.2012 16:56:00
KELLÍNGABÆKUR
17.11.2010
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardaginn 20. nóvember kl. 13-17
Kynning á nýjum verkum kvenhöfunda í samstarfi við Góuhópinn
Undir yfirskriftinni Kellíngabækur verða kynnt ný verk kvenhöfunda af margvíslegum toga - skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur, barnabækur, fræðibækur og kvæðalög. Þetta er þriðja árið sem Gerðuberg kynnir ritverk kvenna í samstarfi við Góuhópinn og nú verða í fyrsta sinn einnig kynntar bækur eftir erlendar konur sem þýddar hafa verið á íslensku.
Kynnt verða um fjörtíu verk og hafa nemendur við Háskóla Íslands umsjón með upplestrum. Í anddyri verða bækur seldar á sérstöku tilboðsverði auk þess sem höfundar og forleggjarar kynna bækur sínar. Ilmandi kaffi og girnilegar veitingar eru í boði hjá Gallerí fiski - veitingastofu Gerðubergs.
Í Gerðubergssafni Borgarbókasafnsins verður sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu ár.
Í fyrra mættu yfir 1000 manns á þessa líflegu bókakynningu, nutu upplestra og spjölluðu við höfundana.
Ekki missa af Kellíngabókum í ár!
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|