18.6.2012 20:30:00
“Þýðing mánaðarins“

Óskað eftir efni og umsjónarmanni

Við viljum vekja athygli á því að við höfum nú virkjað hlekkinn „Þýðing mánaðarins“ á heimasíðunni okkar. Þar má nú lesa ljóðið „Kvöldkyrrð“ eftir Julius Kriss í þýðingu Gísla Halldórssonar. Þýðingin er gerð úr esperanto og finnst okkur fara vel á því enda átti esperanto að sameina heimsbyggðina.

Við viljum gjarnan að félagsmenn og annað áhugafólk um þýðingar tilnefni góðar þýðingar í þennan dálk. Þar koma alls kyns textar til greina, fagurbókmenntir jafnt sem snjallir nytjatextar. Víst er að af nógu er að taka.

Þá auglýsum við líka eftir fólki sem væri til í að hafa umsjón með dálkinum fyrir okkur.

Með kærri kveðju
frá stjórn Bandalags þýðenda og túlka.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | thot@thot.is