13.6.2012 16:25:00
Þýðingahlaðborð

Bandalag þýðenda og túlka heldur sitt árlega Þýðingahlaðborð laugardaginn 18. nóvember kl. 16 -18 á Kaffi Oliver, Laugavegi 20b. Það er nú haldið í þriðja  sinn og hafa menn fengið að njóta lestra úr bókum sem sjaldnast er færi á að heyra lesið úr. Einnig hefur ávallt verið fróðlegt að heyra það sem þýðendur hafa að segja um verk sín og aðferðir og gefst að venju tækifæri til að kíkja ofan í þær verkfærakistur. Þau sem lesa að þessu sinni eru:

Silja Aðalsteinsdóttir þýðandi Wuthering Heights eftir Emily Bronté

Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýðendur Umskiptanna eftir Franz Kafka

Ólöf Eldjárn þýðandi Undantekningarinnar eftir Christian Jungersen

Fríða Björk Ingvarsdóttir þýðandi Dætra hússins eftir Michèle Roberts

Jón Karl Helgason þýðandi Bresta í Brooklyn eftir Paul Auster


Vonumst til að sjá sem flesta.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]