19.11.2013 10:47:00
Þýðingahlaðborð

Næstkomandi fimmtudag, 21. nóvember, kl. 20 er komið að árlegu þýðingahlaðborði Bandalags þýðenda og túlka sem nú verður haldið í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Venju samkvæmt verður lesið upp úr nýlegum þýðingum og dagskráin í ár verður glæpsamlega spennandi, því í tilefni af fyrstu glæpasöguráðstefnu Íslands, Iceland Noir, sem haldin er um þessar mundir, var ákveðið að beina sjónum að glæpum í víðum skilningi.

Lesið  verður úr þessum bókum:

- Rödd í dvala, eftir Dulce Chacón, þýð. María Rán Guðjónsdóttir, útg. Sögur
- Gröfin á fjallinu eftir Hjorth Rosenfeldt, þýð. Halla Kjartansdóttir, útg. Bjartur
- Höndin eftir Henning Mankell, þýð. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, útg. Mál og menning
- Mennirnir með bleika þríhyrninginn, eftir Heinz Heger, þýð. Guðjón Ragnar Jónasson, útg. Sæmundur
- Hungureldur eftir Erik Axl Sund, þýð. Halla Sverrisdóttir, útg. Uppheimar


Við vonumst til að sjá ykkur sem flest!




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]