4.4.2013 19:29:00
Fyrirlestur um náttúrumyndir í verkum kanadískra skáldkvenna

María Antonia Mezquita Fernández frá háskólanum í Valladolid á Spáni heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum þriðjudaginn 9. apríl kl. 12 í stofu 106 í Odda í Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber yfirskriftina „Feminism and Identity Throughout the Works of the Canadian Writers Margaret Laurence, Alice Munro and Margaret Atwood : An Ecocritical Approach“ og fjallar um náttúrumyndir í verkum kanadísku skáldkvennanna Margaret Laurence, Alice Munro and Margaret Atwood.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

(Af vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.)



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]