13.6.2012 20:47:00
„Stór“ og „lítil“ tungumál í samskiptum innan Evrópusambandsins
Á Hugvísindaþingi verður góður gestur í boði Þýðingaseturs Háskóla Íslands, en það er Jouko Nikkinen, yfirmaður finnsku túlkadeildarinnar hjá Evrópuþinginu.
Hann heldur fyrirlestur sem hann titlar: „Stór“ og „lítil“ tungumál í samskiptum innan Evrópusambandsins eða "Big" and "small" languages in communication within the EU.
Nikkinen fjallar þar um reynslu Finna af tungumálasamskiptum innan Evrópusambandsins. Um er að ræða afar athyglisvert innlit inn í eitthvert mesta túlkunar- og þýðingaferli sem fram fer og hefur farið í heiminum frá því sögur hófust þar sem jafnrétti tungumála er viðurkennt a.m.k. í orði og oft í borði. Reynsla annarrar Norðurlandaþjóðar með „lítið“ tungumál getur verið athyglisverð fyrir okkur Íslendinga sem gætum þurft að takast á við svipaðar áskoranir og Finnar gerðu fyrir rúmum tíu árum.
Einnig fáum við að kynnast stærstu þýðingamiðstöð sem rekin er á Íslandi, en það er Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er orðin eitt stærsta, ef ekki stærsta viðmót íslenskrar tungu við erlendar í hnattvæðingunni. Gunnhildur Stefánsdóttir, forstöðumaður Þýðingamiðstöðvarinnar, verður með kynningu á henni.
Fyrirlestrarnir verða í Hátíðasal Háskóla Íslands laugardaginn 5. apríl kl. 11.
Allir hjartanlega velkomnir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|