1.9.2012 00:08:00
Til félagsmanna
Nú er nýr vefur með upplýsingum um félagsmenn kominn í loftið og stjórnin hvetur ykkur til að renna yfir skráninguna ykkar í félagatali og senda ítarlegri upplýsingar til að hægt sé að bæta þeim við og auka sýnileika ykkar á vefnum. Það myndi auðvelda okkur vinnuna mikið ef þið fylgduð uppsetningu í skráningunni, svo við þurfum ekki að vinsa út texta til birtingar úr löngu skjali. Myndir af félagsmönnum eru alltaf vel þegnar.
Einnig hefur borið á því að sumir félagsmenn fái ekki tölvupóst eða að tölvupóstur sé endursendur. Ástæðan kann að vera sú að þeir noti annað netfang en upphaflega var skráð hjá Þot og hafi ekki sent leiðréttingu. Við hvetjum félagsmenn til að bæta úr því.
Við vonum að nýi vefurinn verði ykkur til gagns og gamans og vonum að félagsmenn og aðrir sendi okkur efni sem þeir telja að eigi heima þar, þýðingar, greinar, hagnýtar upplýsingar og hvaðeina til gagns og gamans.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|