17.7.2012 16:40:00
Á degi Híerónýmusar

5.9.2010
– málþing í tilefni af alþjóðadegi þýðenda haldið í Þjóðminjasafni Íslands kl. 15–17 fimmtudaginn 30. september

Það hefur ekki farið mikið fyrir alþjóðadegi þýðenda undanfarin ár en nú hyggst Bandalag þýðenda og túlka halda upp á hann með því að efna til sérstaks málþings. Dagurinn er kenndur við heilagan Híerónýmus sem var frumkvöðull í Biblíuþýðingum. Þess má geta að Bandalag þýðenda og túlka var einmitt stofnað á alþjóðadegi þýðenda 30. september 2004.

Í tilefni dagsins hyggst Bandalagið heiðra tvo þýðendur fyrir brautryðjendastörf að sjónvarps- og kvikmyndaþýðingum og í leiðinni verða flutt þrjú stutt erindi um þýðingar af þessu tagi, auk ávarps til að minnast dagsins.

Dagskrá:
15.00 Ávarp formanns
15.05 Ávarp Gauta Kristmannssonar í tilefni af degi þýðenda
15.10 Gísli Ásgeirsson: Glæpamaður í tjaldi
15.30 Guðfinna Rúnarsdóttir: Með öðrum orðum
16.00 Haraldur Jóhannsson: Fangi rammans
16.20 Heiðrun tveggja þýðenda

Málþingið fer fram á Þjóðminjasafninu milli 15 og 17 og eru allir velkomnir. Þýðendur og túlkar eru hvattir til þess að gefa sér tíma til að halda upp á daginn.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]