13.6.2012 21:34:00
Þýðingar, túlkun og íslensk málstefna í hnattvæðingunni
Föstud. 9. maí kl. 14-17 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands
Íslensk málnefnd í samvinnu við Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi um gildi og hlutverk þýðinga og túlkunar fyrir íslenska málstefnu í hnattvæðingunni.
Dagskrá:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar þingið en Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins sinnir að líkindum einu stærsta þýðingaverkefni Íslandssögunnar í tengslum við EES-samninginn.
Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræði og formaður Bandalags þýðenda og túlka, fjallar um þýðingar og túlkun á vettvangi Evrópusambandsins.
Sabine Leskopf, verkefnisstjóri Túlka- og þýðingaþjónustu Alþjóðahúss, fjallar um túlkun og þýðingar á vettvangi innflytjenda á Íslandi.
Kaffihlé
Kristján Árnason prófessor fjallar um umdæmavanda íslensku í hnattvæðingunni með fyrirlestri sem kallast "Að kasta fjöreggjum: Litlir og stórir í menningarkapítalisma"
Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og bókmenntaþýðandi, fjallar um bókmenntaþýðingar á íslensku með erindi sem kallast "Á öðru máli".
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og verkefnisstjóri, fjallar um útrás íslenskra bókmennta í tengslum við bókakaupstefnuna í Frankfurt 2011 þegar Ísland verður í brennidepli hennar.
Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju erindi.
Fundarstjóri er Haraldur Bernharðsson, málfræðingur og stjórnarmaður í Íslenskri málnefnd.
Málþingið er hið tíunda í röð ellefu málþinga sem íslensk málnefnd stendur fyrir á vormisseri 2008 um ýmislegt er lýtur að íslenskri
málstefnu en nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið.
Sjá nánar um Íslenska málnefnd á http://www.islenskan.is
Allir velkomnir!
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|