17.7.2012 17:50:00
Dagur þýðenda
Bandalag þýðenda og túlka efnir til árlegrar dagskrár á Degi þýðenda, föstudaginn 30. september næstkomandi, í Kassa Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, milli klukkan 15 og 17.
Dagskráin er að þessu sinni haldin í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og munu nýjar þýðingar á nokkrum öndvegisverkum komandi vetrar verða til umfjöllunar.
Hrafnhildur Hagalín ræðir um þýðingu sína á Eldhafi Wajdi Mouawad, Sigurður Karlsson ber saman þýðingar sínar á leikgerð og skáldsögu Sofie Oksanen, Hreinsun, og Friðrik Erlingsson fjallar um nýja þýðingu sína á söngleik Alain Boublil og Michel Schönberg, sem byggður er á Vesalingunum eftir Victor Hugo.
Aðgangur er ókeypis og öllum velkominn á meðan húsrúm leyfir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|