22.9.2017 19:51:00
Er íslenskan í útrýmingarhættu? Þáttur þýðinga í tungumálinu

Í tilefni af Degi þýðenda 30. september n.k. verður okkar árlega málþing haldið í Veröld, húsi Vigdísar kl. 14:00-16:30.

Efni málþingsins er mörgum hugleikið um þessar mundir og voru fengnir til leiks aðilar bæði úr háskólasamfélaginu og utan hans til að flytja fyrirlestra og ræða þessi mál.

Dagskráin verður á þessa leið:

Sebastian Drude,

forstöðumaður Vígdísarstofnunar:

Language diversity, language vitality,

and translations

 

Ágúst Einarsson,

prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst:

Íslenskan í hættu. Ekkert spurningarmerki.

 

Halla Kjartansdóttir,

þýðandi og íslenskukennari:

Hux um málið

 

Pallborðsumræður, Kristín Vilhjálmsdóttir, formaður Þots stýrir.


Málþingið er öllum opið og verða veittar léttar veitingar að því loknu.










Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]