18.6.2012 21:33:00
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2009
- þriðjudaginn 1. desember
Á þriðjudaginn kemur verður tilkynnt hvaða öndvegisþýðendur fá tilnefningu til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2009. Bandalag þýðenda og túlka og Félag íslenskra bókaútgefenda efna þá til sameiginlegrar athafnar þar sem tilkynnt verður um tilnefningar fyrir þýðingar, fagurbókmenntir og fræðirit og bækur almenns efnis. Verðlaunin sjálf verða eftir sem áður veitt á degi bókarinnar.
Í dómnefndinni sitja að þessu sinni Hjörleifur Sveinbjörnsson, Steinunn Inga Óttarsdóttir og Þórdís Gísladóttir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|