17.7.2012 17:55:00
Ráðstefna um þýðingarýni
- laugardaginn 14. apríl kl. 9-16
Fjörlegt málþing um bókmenntaþýðingar fer fram laugardaginn 14. apríl nk. Meistaranemar í þýðingafræði fara þar yfir þýðingar verka af og á íslensku og rýna í kosti og galla, enda kemur oftast margt nýtt fram þegar rýnt er af nákvæmni í slík verk. Málþingið fer fram í Neshaga 16 á jarðhæð og hefst upp úr kl. 9 og stendur fram eftir degi. Alls verða haldnir 15 fyrirlestrar auk eins sem verður birtur rafrænt. Fjallað verður um barnabækur, krimma, fagurbókmenntir og margt fleira á litrófi bókmenntanna. Allir eru velkomnir hvort sem þeir vilja heyra einstaka fyrirlestra eða alla.
Smellið hér til að sjá dagskrána.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|