2.7.2013 12:15:00
Vigdísarstofnun og UNESCO undirrita samning

Fimmtudaginn 27. júní var undirritaður í París samningur um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Að samningnum standa íslensk stjórnvöld og UNESCO. Aðalframkvæmdastjórinn, Irina Bokova, undirritaði samninginn af hálfu UNESCO, en Katrín Jakobsdóttir, fv. menningar- og menntamálaráðherra, hafði áður undirritað samninginn í apríl sl. Undirritunin fór fram við hátíðlega athöfn í aðalstöðvum UNESCO í París að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur.

Alþjóðlega tungumálamiðstöðin er sjálfstæð rannsókna- og fræðslumiðstöð sem heyrir undir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Þessar upplýsingar koma m.a. fram í frétt á heimasíðu Vigdísarstofnunar þar sem má lesa meira um athöfnina og samninginn. Myndin er einnig fengin þar.

Smellið hér til að lesa alla fréttina.


Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]