17.7.2012 16:52:00
Kemur út eftir þig þýðing á bók eftir konu?
„Kellingabækur“ - á kynningu 20. nóv. kl. 13-17
Til félaga:
Í stað þess að efna til hefðbundins Þýðingahlaðborðs hefur stjórn Bandalags þýðenda og túlka ákveðið að taka þátt í kynningu Góu- og Fjöruverðlaunahópsins í ár.
Þau ykkar sem gefa út þýðingu á bók eftir konu mega taka þátt í dagskrá þeirra, Kellingabækur, sem fer fram í Gerðubergi laugardaginn 20. nóvember kl. 13–17.
Við hvetjum alla þýðendur, karla og konur, sem senda frá sér þýðingu á bók eftir konu þetta árið til að nýta sér þennan vettvang. Það þarf einungis að melda sig á netfangið gerduberg@reykjavik.is fyrir 10. nóvember.
Nánari upplýsingar:
Til þýðenda bóka eftir konur.
KEMUR ÚT ÞÝÐING EFTIR ÞIG Í ÁR?
Laugardaginn 20. nóvember kl. 13–17 verður kynning á nýjum bókum eftir konur – Kellíngabækur – í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Í fyrra mættu yfir 1000 gestir á Kellíngabækur, samkvæmt rafrænum teljara við inngang Gerðubergs. Þetta er því frábær vettvangur til að kynna nýútkomin ritverk – og nú verður sú nýbreytni að einnig verða kynntar íslenskar þýðingar á bókum eftir konur.
Útgefendum gefst þar að auki kostur á að selja þarna bækur á tilboðsverði.
Í Gerðubergssafni verður sýning á þeim bókum sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðastliðin fjögur ár og kaffihúsið verður að sjálfsögðu opið.
Ef út kemur eftir þig þýðing á bók eftir konu árið 2010 getur þú tekið þátt í kynningunni á þann hátt sem þú telur henta bókinni þinni best. Viltu lesa upp úr henni, segja frá henni, sýna myndir úr henni, dreifa texta úr henni eða gera eitthvað allt annað og óvænt til að vekja athygli á ritsmíðinni?
Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn! Þetta verður Þýðingahlaðborðið í ár.
Þú skráir þig til leiks með því að senda tölvupóst til Gerðubergs fyrir 10. nóvember.
Netfang: gerduberg@reykjavik.is
Gefðu upp titil bókarinnar, nafn þitt, netfang og símanúmer, ásamt lýsingu á hvernig þú vilt kynna verkið. Þarftu t.d. veggpláss, gólfpláss, borð, skjávarpa, píanó eða eitthvað annað?
Notaðu tækifærið og komdu bókinni þinni á framfæri!
Bestu kveðjur,
stjórn Bandalags þýðenda og túlka
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|