19.3.2014 16:46:00
Útgáfuteiti föstudaginn 21. mars
Útgáfuteiti í Bóksölu stúdenta, Háskólatorgi, 21/3/14 kl. 15
Nýlega kom út á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands bókin Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins í eftir André Lefevere í þýðingu Maríu Vigdísar Kristjánsdóttur. Í tilefni af því verður útgáfuteiti á föstudaginn 21. mars kl. 15 í Bóksölu stúdenta þar sem við fáum að heyra sýnishorn út bókinni og verður hún á góðu tilboði. Bókin er sérstaklega áhugaverð fyrir alla þýðendur, ekki síst bókmenntaþýðendur, og afar skemmtileg aflestrar fyrir alla bókmenntaáhugamenn og -konur.
Höfundur skoðar heimsbókmenntirnar frá nýjum sjónarhóli og fer yfir þýðingar á verkum eftir Aristófanes, Önnu Frank og margra annarra kunnra höfunda.
Allir velkomnir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|