27.10.2017 11:02:00
Dagskrá í minningu Ólafar Eldjárn - yfirlit yfir þýðingar

YFIRLIT YFIR ÞÝÐINGAR ÓLAFAR ELDJÁRN

Umbreytingin eftir Liv Ullman, 1977. Helgafell.
Kastaníugöngin eftir Deu Trier Mørch, 1979. Iðunn.
Miðbærinn eftir Deu Trier Mørch, 1981. Iðunn.
Purpuraliturinn eftir Alice Walker, 1986. Forlagið.
Heimur feigrar stéttar eftir Nadine Gordimer, 1990. Mál og menning.
Saga sonar míns eftir Nadine Gordimer, 1991. Mál og menning.
Dóttir Lúsifers (leikrit sýnt í Þjóðleikhúsinu) eftir William Luce, 1992. 
Ferð allra ferða (smásögur) eftir Nadine Gordimer, 1993. Mál og menning.
Dagbók steinsins eftir Carol Shields, 1996. Mál og menning.
Guð hins smáa eftir Arundhati Roy, 1998. Forlagið.
Myrtusviður eftir Murray Bail, 2002. Mál og menning.
Og svo varð afi draugur (barnabók) eftir Kim Fups Aakeson, 2004. Vaka-Helgafell.
Undantekningin eftir Christian Jungersen, 2006. Mál og menning.
Dóttir myndasmiðsins eftir Kim Edwards, 2008. Mál og menning.
Barnið í ferðatöskunni eftir Lene Kaaberbøl og Agnete Friis, 2010. Mál og menning.
Húshjálpin eftir Kathryn Stockett, 2011. JPV útgáfa.
23 atriði um kapítalisma eftir Ha-Joon Chang, 2012, JPV útgáfa.
Herbergi eftir Emmu Donoghue, 2012. Mál og menning.
Sækið ljósuna eftir Jennifer Worth, 2013. Forlagið.
Meisari allra meina eftir Siddhartha Mukherjee, 2015. Forlagið.
Heimför eftir Yaa Gyasi, 2017. Forlagið.

Einnig tvær smásögur, Stríðið á baðherberginu eftir Margaret Atwood (þýdd fyrir RÚV 1991 og flutt þar) og Þegar kölski kemst heim um jólin eftir Robertson Davies (Jón á Bægisá, tímarit þýðenda, 1994).

Auk þess ýmsar þýðingar á fræðasviði, fyrst og fremt varðandi listfræði (ýmislegt fyrir Listasafn Reykjavíkur og kafli Evu Heisler í Íslenskri listasögu fyrir Listasafn Íslands, 2011) en líka um endurskoðun, hagfræði og náttúruvísindi.

Það reyndist því miður ekki unnt að hafa þær þýðingar Ólafar sem enn eru fáanlegar til sölu í kvöld, en Bandalagið lætur nokkur eintök af þessum lista liggja frammi svo að áhugasamir geti kynnt sér þýðingar hennar nánar.





Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]