18.6.2012 19:43:00
„Frumkvöðlar og forystumenn. Uppfinningar og athafnakonur.“

„Frumkvöðlar og forystumenn. Uppfinningar og athafnakonur.“
Hugtök og þýðingar í atvinnulífi og nýsköpun.

Hádegisspjall Bandalags þýðenda og túlka í samvinnu við Þýðingasetur Háskóla Íslands.
Þriðjudaginn 3. mars kl. 12-13 í stofu 303 í Árnagarði, Háskóla Íslands

Elinóra Inga Sigurðardóttir: „Hugtök og þýðingar í nýsköpun".
Sigrún Þorgeirsdóttir: „Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Þröstur Olaf Sigurjónsson: „Að gefa út orðabók - reynslusaga í þrengingum".

1. Elinóra Inga Sigurðardóttir: "Hugtök og þýðingar í nýsköpun".
Það er mikilvægt að þýða hugtök rétt til þess að allir tali sama tungumálið eða leggi sama skilning í málefnið. Hugtökin frumkvöðull og frumkvöðlastarfsemi valda oft vandræðum í umræðum vegna þess að menn þýða þau og nota á mismunandi hátt.

2. Sigrún Þorgeirsdóttir: „Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins“
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins var stofnuð árið 1990 og þá var strax byrjað að safna hugtökum og orðasamböndum í sérstakt hugtakasafn. Sagt verður frá uppbyggingu safnsins og aðferðum við orðasöfnunina.

3. Þröstur Olaf Sigurjónsson: „Að gefa út orðabók - reynslusaga í þrengingum".
Erindið er frásögn af þeirri vinnu sem fór af stað hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) árið 2007, þar sem markmið var að gefa út nýja ensk-íslenska viðskiptaorðabók. Þröstur fer yfir reynslu félagsins og greinir frá helstu hindrunum við að gera verkið að veruleika. Fjallað verður um mögulegar leiðir sem fara mætti við aðra tilraun.

Um fyrirlesara:

Elinóra Inga Sigurðardóttir er jarðfræðingur, hjúkrunarfræðingur og með uppeldis- og kennslufræðiréttindi. Hún hefur verið formaður hugvitsmanna og kvenna síðastliðin  ellefu ár og skipulagt  ráðstefnur og sýningar fyrir íslenska og erlenda frumkvöðla. Hún er stofnandi KVENN, félags kvenna í nýsköpun.
Undanfarin tíu ár hefur hún rekið nýsköpunarfyrirtæki, byggt á eigin hugmynd,sem gengur út á það að taka hráefni sem áður var vannýtt og gera úr því lúxusvöru til útflutnings. Hún sér nú um þáttinn Frumkvöðlar á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Sigrún Þorgeirsdóttir er málfræðingur og lauk prófi frá Háskóla Íslands 1986. Vann við kennslu í nokkur ár, m.a. stundakennslu við HÍ. Hóf störf á Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins 1997 og tók við ritstjórn Hugtakasafnsins árið 2001.

Þröstur Olaf Sigurjónsson er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Var formaður FVH 2006 - 2008 og í stjórn FVH 2005 - 2008. Stýrði undirbúningsvinnu á vegum FVH vegna útgáfu ensk íslenskrar viðskiptaorðabókar.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]