17.4.2013 17:26:00
Umsóknarfrestur í ráðstefnutúlkun framlengdur

Haustið 2013 verður boðið upp á tveggja ára meistaranám í ráðstefnutúlkun við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ráðstefnutúlkar starfa við túlkun á ráðstefnum og fundum um víða veröld.

Frestur til að sækja um námið hefur verið framlengdur til 29. apríl. Nánari upplýsingar um námið má finna í kennsluskrá Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Forkröfur í námið: Háskólagráða á grunnstigi, BA eða BS gráða með 1. einkunn (7,25+). Sýna þarf fram á mjög góða kunnáttu í ensku og öðru erlendu tungumáli. Einnig fara fram hæfnispróf 13. og 14. maí.

Hæfnispróf felst í þremur verkefnum: Tveimur stuttum þýðingum úr erlendum málum (300 orð hvor) og krossaprófi í málskilningi á íslensku. Í munnlegu prófi fá umsækjendur tækifæri til að spreyta sig á örstuttum ræðum. Umsókn um námið er jafnframt skráning í prófin.

Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Marion Lerner, marion(hjá)hi.is




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]