17.7.2012 16:17:00
Þýðandi fær menningarverðlaun DV
11.3.2010
Kristján Árnason og Ummyndanir Óvíds
Þau ánægjulegu tíðindi urðu nú í vikunni að þýðing hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum. Það var þýðing Kristjáns Árnasonar á Ummyndunum Óvíds. Að mati dómnefndar hefur Kristján „skilað þýðingu sem nautn er að lesa og flytur nútímalesendur í goðsagnaheim fornaldar, bæði með þýðingu sinni og greinargóðum inngangi.“ Við óskum Kristjáni til hamingju með verðlaunin og fögnum því að dómnefndin skyldi komast að þessari niðurstöðu.
Það hefur einungis gerst þrisvar sinnum áður í þrjátíu ára sögu verðlaunanna að þýðandi hafi hreppt þau og því er rík ástæða til að fagna. Þess má geta að þýðingar Guðbergs Bergssonar á portúgölskum ljóðum í bókinni Öll dagsins glóð voru einnig tilnefndar til verðlaunanna. Báðir voru þeir Kristján og Guðbergur tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna sem veitt verða í næsta mánuði.
Með kveðju,
Rúnar Helgi Vignisson
formaður
Smellið hér til að sjá fréttina á vefsíðunni visir.is. (http://www.dv.is/frettir/2010/3/10/kristjan-arnason-hlytur-menningarverdlaun-dv-2009-i-bokmenntum-jorunn-vidar-heidursverdlaunahafi/)
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|