13.6.2012 21:46:00
Um veröld víða
Þýðingahlaðborð 25. nóvember kl 16-19 í Hámu, Háskólatorgi.
Hið árlega þýðingahlaðborð Bandalags þýðenda og túlka verður haldið þriðjudaginn 25. nóvember kl. 16-19 í Hámu, Háskólatorgi Háskóla Íslands. Þar munu þýðendur lesa upp úr þýðingum sínum og ræða um verkin, aðferðir og vandamál sem leysa þurfti við þýðingarnar. Tilgangurinn með þýðingahlaðborðinu er fyrst og fremst að kynna störf þýðenda og einnig að vekja athygli á ýmsum áhugaverðum þýðingum.
Þýðendur að þessu sinni eru þau Ólafur Gunnarsson, sem les úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Hjörleifur Sveinbjörnsson, sem les úr Apakóngur á Silkiveginum, sem hefur að geyma kínverska frásagnarlist, Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir, en þær kynna smásagnasafnið Svo fagurgrænar og frjósamar, Hjalti Snær Ægisson, sem les úr Í hendi Guðs eftir Niccoló Amma Ammaniti, og Ingunn Ásdísardóttir, sem les úr bókinni Hálf gul sól eftir Chimamanda Ngozi Adichie.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|