18.6.2012 20:37:00
Afmælisþingið er á morgun klukkan eitt
Þýtt og túlkað á Íslandinu nýja
– afmælisþing Bandalags þýðenda og túlka
– haldið á Þjóðminjasafni Íslands miðvikudaginn 30. sept. 2009 kl. 13–17
Bandalag þýðenda og túlka verður fimm ára 30. september nk. Eins og heiti félagsins gefur til kynna er um að ræða regnhlífarsamtök þeirra sem fást við að snara af einu máli á annað. Í samræmi við tilgang félagsins hefur það staðið fyrir fjölda fyrirlestra um ýmis mál sem tengjast hagsmunum félagsmanna. Árlega hafa líka verið haldin svokölluð Þýðingahlaðborð þar sem kynntar eru nýjar þýðingar úr jólabókaflóðinu og strax á fyrsta starfsári stofnaði félagið til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem forseti Íslands hefur afhent á degi bókarinnar. Ennfremur stóð Bandalagið fyrir gerð sjónvarpsþáttar um þýðingar og hefur hann verið sýndur á RÚV nokkrum sinnum.
Í tilefni af afmælinu verður haldið opið málþing um þýðingar og túlkun í sal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu. Þar verða reifuð ýmis atriði sem lúta að starfsvettvangi félagsmanna, s.s. gæði bókmenntaþýðinga, þýðingarminni og túlkun í alþjóðlegu umhverfi. Seinni hluti þingsins verður helgaður menntun og ráðningu þýðenda ef til Evrópusambandsaðildar kemur. Yfirmaður útvistunarmála hjá þýðingamiðstöð Evrópusambandsins kemur sérstaklega til að kynna starfsemi miðstöðvarinnar.
Afmælisþingið hefst kl. 13 miðvikudaginn 30. september og stendur til kl. 17:00. Allir velkomnir.
Dagskrá
13:00 Setning: Rúnar Helgi Vignisson, form. Bandalags þýðenda og túlka
13:10 Ávarp: Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
13:25 Hólmfríður Matthíasdóttir: Gæði bókmenntaþýðinga
13:50 Ellen Ingvadóttir: Túlkun í alþjóðlegu umhverfi
14:15 Ingibjörg Elsa Björnsdóttir: Að takast á við hugtök á nýju fræðasviði
14:40 Paul Richardson: Þýðingarminni: að deila þekkingu
15:10 Kaffihlé
15:40 Gauti Kristmannsson: Menntun þýðenda og túlka í ljósi Evrópusambandsumsóknar
16:05 Klaus Ahrend: Kynning á starfsemi Þýðingamiðstöðvar Evrópusambandsins
Nánari upplýsingar veitir Rúnar Helgi Vignisson í síma 895 7538.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|