17.7.2012 18:09:00
Speaking Tongues
– upplestur á Súfistanum í Máli og menningu föstudaginn 25. maí kl. 20
Í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation, sem haldin er í Norræna húsinu og Öskju dagana 24.–26. maí, verður efnt til upplestrar á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar föstudaginn 25. maí kl. 20. Þar munu bæði íslenskir og erlendir höfundar lesa upp úr verkum sínum á ensku.
Þau sem fram koma eru:
Andrej Blatnik
Auður Ava Ólafsdóttir
Robin Hemley
Steinunn Sigurðardóttir

Andrej er frá Slóveníu og Robin frá Bandaríkjunum.
Dagskráin er öllum opin með húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar veitir Rúnar Helgi Vignisson í síma 895 7538.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|