18.6.2012 20:09:00
RÚSTAÐ - Skáldið hefur (yfirleitt) rétt fyrir sér

Þýðing öndvegisverka
Miðvikudagur 29. apríl kl. 16:30 - Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins

Guðrún Vilmundardóttir segir frá kynnum sínum af verkum Söru Kane, áformum um uppsetningar sem ekki litu dagsins ljós, þýðingunni á Rústað og tilraunum til aðlögunar í samvinnu við leikstjórann Kristínu Eysteinsdóttur.

Leikritið Rústað eftir enska leikritahöfundinn Sarah Kane (1971-1999) var sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur og vakti mikla athygli. Þegar leikritið var frumsýnt árið 1995 olli það hálfgerðu uppþoti í leikhúsheiminum, áhorfendur voru ýmist yfir sig hrifnir eða sterklega misboðið. Leikrit Sarah Kane fjalla oftar en ekki um kynferðislegar langanir, sársauka, pyntingar (andlegar og líkamlegar) og dauðann. Þau einkennast af opinskárri en þó ljóðrænni notkun tungumálsins og brjótast út fyrir hefðbundinn ramma leikhússins. Kane er ekki feimin við að sýna ofbeldi og nauðganir með einstaklega opinskáum hætti.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni þýðing öndvegisverka sem skipulögð er af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á leikritaþýðingar.

Allir velkomnir!



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]